16. nóvember 2025
Bumbuloní OPEN góðgerðargolfmótið var haldið í þriðja skiptið á Urriðavelli. Færri komust að en vildu en að þessu sinni var algjört þátttökumet og mikil stemmning allan mótsdaginn.
Alls komust 90 manns að en það fylltist í mótið nokkrum dögum eftir að skráning hófst. Veðrið lét við okkur þennan dag þar sem hitastigið náði 20 gráðum sem gerði daginn ennþá betri.
Við hjá Bumbuloní erum þakklát fyrir góðar móttökur og þökkum öllum þeim sem tóku þátt, öllum styrktaraðilum mótsins og síðast en ekki síst Golfklúbbnum Odd fyrir að vera sérstakir velunnarar Bumbuloní ár eftir ár.
Áfram Bumbuloní <3