23. desember 2018
Rut Ingólfsdóttir listakona seldi hjörtu í desember til styrktar Bumbuloní. Hjörtun eru björt, litskrúðug og falleg og seldust vel á vinnustofu Rutar í Höfnum. Allur ágóði sölunnar 100.000 kr. rann til Bumbuloní.
Bumbuloní þakkar Rut kærlega fyrir stuðninginn og þetta fallega verkefni sem hún fór í til styrktar langveikum börnum.
Gleðilegt að fá svona gjöf til góðs á Þorláksmessu.